Kaffistundir Borgarbókasafnsins

Kaffistundir

Ertu forvitna og fróðleiksfúsa týpan? 

Staldraðu þá við og fáðu þér kaffi með okkur! 

Á kaffistundunum okkar er komið víða við, hvort sem þú hefur áhuga á handverki, bókmenntum, heimspeki eða þjóðlegum fróðleik svo fátt eitt sé nefnt. Við fáum til okkar góða gesti sem kynna hugðarefni sín í máli og myndum auk þess sem áheyrendur taka virkan þátt í umræðunum. Hér eru nokkur dæmi um áhugaverðar kaffistundir. Skoða kaffistundir í viðburðadagatali.

 

Bókakaffi

Rætt er um bækur af ýmsum toga og höfundar, þýðendur og lesendur koma í heimsókn og deila lestrarupplifun sinni með öðrum gestum. 

Sagnakaffi

Hefur þú sögu að segja? Hér fær bæði reynt sagnafólk og áheyrendur að deila sögum sínum.

Lífsstílskaffi

Lífsstill er víðfeðmt hugtak. Fyrirlesarar með ólíkan bakgrunn fjalla um heilsu, hamingju, umhverfi og fleira í þeim dúr.

Leikhúskaffi

Skyggnstu inn í ævintýralendur leiksviðsins með leikhúsfólki landsins.

Heimspekikaffi

Fjallað er á mannamáli um hvers konar gildi eru eftirsóknarverð í lífinu. Gestir fá gott vegnanesti út í kvöldið. 

Ljóðakaffi

Mikil gróska er í útgáfu ljóðabóka um þessar mundir, við bjóðum skáldum í heimsókn og fáum að heyra ljóðalestur og ljóðaspjall.

Ferðakaffi

Reyndir ferðalangar deila með okkur ferðasögum sínum og veita innsýn í ólíka menningarheima, nær og fjær.

Prjónakaffi

Komum saman með prjónana, lærum af hvert öðru og fáum stöku sinnum til okkar góða gesti.

Tæknikaffi

Opnir tímar og viðburðir í bland þar sem boðið er upp á aðstoð við eitt og annað tengt tækni og tölvum.