Hlaðvarp Borgarbókasafnsins

Hlaðvarp Borgarbókasafnsins

Borgarbókasafnið er með sitt eigið hlaðvarp, þar sem starfsfólk hefur verið duglegt að skrafa um bækur af öllu tagi, þáttaraðir og hvaðeina sem fyrir augu þeirra ber hér á safninu. Þessar upptökur eru allar aðgengilegar hér að neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum, undir nafninu Hlaðvarp Borgarbókasafnsins. Í hlaðvarpinu má einnig finna árlegt jóladagatal okkar og margt fleira skemmtilegt fyrir börn á öllum aldri.

Kompan

Vissir þú að við erum með fullbúið hlaðvarpsstúdíó í Grófinni, sem notendur safnsins geta bókað fyrir hlaðvarpsupptökur þeim að kostnaðarlausu? Hví ekki að prufa? Hér eru allar frekari upplýsingar um Kompuna.