OKið

Í OKinu er boðið upp á margvíslega starfsemi svo sem smiðjur, fyrirlestra, hópavinnu, skapandi vinnu, en eins er hægt að vinna í næði að eigin verkefnum.

Krökkum býðst að taka þátt í skipulagðri daglegri dagskrá, en einnig eru smiðjur reglulega í boði sem hægt er að skrá sig í. Öllum er velkomið að koma með hugmyndir, en dagskráin er kynnt vikulega á Instagram reikningi OKsins: okid_bbs.

Langar þig að nota OKið? 

Kennarar, frístunda- og félagsmiðstöðvastarfsmenn eru hvattir til að bóka OKið til eigin nota, bæði í kennslu og leik. Einnig geta ungmenni á eigin vegum bókað rýmið og fengið aðstoð við að láta drauma sína verða að veruleika. Vertu í sambandi og við sjáum hvað við getum gert! 

Skapandi umhverfi

Í OKinu er hægt að læra, skapa, fikta, eiga í samtali og einfaldlega hanga. Auk skipulegrar dagskrár fyrir ungmenni er þar ýmis búnaður sem hægt er að nota, undir leiðsögn starfsmanna, til dæmis þrívíddarprentari, vínylskeri, barmmerkjavél, Minecraft, Little Bits og margt fleira. 

Opnunartími er mánudaga – fimmtudaga frá kl. 14:00 – 17:30, nema annað sé auglýst. 

OKið er styrkt af Barnamenningarsjóði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Hér má sjá myndskeið og frétt um OKið þar sem fjallað er um hugmyndafræðina á bak við hönnun rýmisins.

Frekari upplýsingar veitir: 

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is
S:411-6173