Anime klúbbur

Hefur þú brennandi áhuga á Anime?

Anime klúbbur í Gerðubergi

Í byrjun febrúar 2021 var stofnaður Animeklúbbur fyrir krakka á aldrinum 13-16 ára.

Klúbburinn hittist alla miðvikudaga kl. 16.30-18.00 í OKinu í Gerðubergi ásamt leiðbeinanda. Í klúbbnum er allskonar afþreying í boði: við horfum á Anime þætti og kvikmyndir, teiknum, spjöllum saman, gluggum í Anime bækur, pælum í japanskri menningu eða það sem klúbbmeðlimum dettur í hug að gera hverju sinni.

Það er ekkert þátttökugjald og ef þið hafið áhuga á að vera með í klúbbnum, þá sendið póst á holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is eða skráið nafn og netfang í formið hér fyrir neðan.

Fylgist með dagskrá vikunnar á Instagram reikningi OKsins.

Animeklúbburinn er í samstarfi við Íslenska Myndasögusamfélagið.

Í Borgarbókasafninu Gerðubergi og Grófinni er veglegt safn af Anime bókum og unglingar undir 18 ára aldri þurfa ekki að greiða fyrir bókasafnsskírteini.

Anime peysa

OKið í Gerðubergi

Í OKinu er verkstæði þar sem hægt er að gera alls konar spennandi hluti, s.s. að búa til barmmerki, prenta á boli og prenta hluti í þrívídd svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá nánar um Okið.

Viltu vera með? Skráðu þig hér!