Gróðurhús á Lækjartorgi í Reykjavík

Borgarbókasafnið sprettur upp á Lækjartorgi

Frá 3. maí til 15. maí 2021
Milli klukkan 12:00-18:00 alla daga nema uppstigningardag.


Borgarbókasafnið opnar tímabundið útibú í gróðurhúsinu á Lækjartorgi. Öllum er boðið að koma og hitta okkur og kynnast því fjölbreytta starfi sem fer fram á Borgarbókasafninu um alla borg, alla daga. En líka að gleðjast og fagna sumrinu með okkur. Því á bókasafninu deilum við ekki bara bókum.

Gróðurhús á Lækjartorgi í Reykjavík

Fjölbreytt dagskrá og notalegt umhverfi

Sirkus og sápukúlur munu leika um torgið. Trúðar munu sýna okkur listir sínar og leiðir til að rækta vináttuna, þó svo við tölum ekki sama tungumálið. Saman reynum við að senda sápukúlur í öllum stærðum og gerðum út í alheiminn (eða alla vega eins langt og við getum). Og eins og í öðrum bókasafnsútibúum, þá er ekki bara boðið upp á viðburði og smiðjur um helgar. Á virkum dögum verða sögustundir fyrir börn og boðið upp á barmmerkjagerð og þrívíddar prentun á staðnum. 

Dagskrá við gróðurhúsið á Lækjartorgi:

Laugardaginn 8. maí kl. 13:00 – 14:00
Sirkus unga fólksins

Laugardaginn 8. maí kl. 15:00 – 15:45
Silly Suzy og Momo troða upp 

Sunnudaginn 9. maí kl. 14:00-16:00
Sápukúlusmiðja

Föstudaginn 14. maí kl. 15:00 – 17:00
Sápukúlusmiðja

Laugardaginn 15. maí kl. 13:30-15:00
Tónlist á Lækjartorgi - Tvíeykið Teitur og Ingibjörg troða upp
 

Borgarbókasafnið er staður þar sem við deilum sögum, menningu og upplifun. 

Við hvetjum öll þau sem langar að vita meira um allt það sem bókasafnið bíður upp á að kíkja við og spjalla við okkur. Svo er bara hægt að koma og slaka á í notalegu umhverfi og kíkja í bók, því Borgarbókasafnið er opið rými allra. Hér eru öll eru velkomin og það kostar ekkert inn.

Nánari upplýsingar veitir:

Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri
unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is |  s. 867 0523

 

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 21. maí, 2021 12:09