Chimamanda Ngozi Adichie

Bókmenntahátíð í Reykjavík | Chimamanda Ngozi Adichie

Nígeríska skáldkonan Chimamanda Ngozi Adichie var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík og hélt opinn fyrirlestur í stóra salnum í Háskólabíói.

Chimamanda er heimsþekkt fyrir verk sín og fyrirlestra, hefur hlotið verðlaun og verið þýdd á fjölda tungumála. Hún fæddist í Enugu í Nígeríu árið 1977, lærði læknisfræði, er með gráðu í samskiptum og stjórnmálafræði og jafnframt meistaragráðu í skapandi skrifum og hefur hlotið heiðurdoktorsgráður. Hún er búsett í Bandaríkjunum og Nígeríu.

Hér má horfa á fyrirlesturinn á Bókmenntahátíð. 

Ted-fyrirlestur hennar We Should All Be Feminists frá árinu 2012 vakti gríðarlega athygli um allan heim og varð síðar að bók. Chimamanda var útnefnd ein af 100 áhrifamestu einstaklingum heims af TIME Magazine árið 2015.


Nýútkomin bók skáldkonunnar nefnist, Notes On Grief, og fjallar um föðurmissi. Hér að neðan má sjá úrval bóka skáldkonunnar sem til eru á Borgarbókasafninu og lánþegar geta fengið að láni.

Opinn fyrirlestur Chimamanda Ngozi Adichie í stóra salnum í Háskólabíói, föstudaginn 10. september, verður jafnframt streymt.

Frítt er á alla viðburði Bókmenntahátíðar.

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 12. apríl, 2023 15:04
Materials