Bókmenntahátíð og Bragi

Haustið færir okkur skáldskap og Bókmenntahátíð í Reykjavík. Það er alltaf spennandi að sjá hvaða höfundar eru gestir á hátíðinni og nú er orðið ljóst hverjir þátttakendur eru að þessu sinni, en hún er haldin dagana 8. – 11. september. Borgarbókasafnið tók forskot á hátíðarsælu og efndi til ritþings um skáldskap Braga Ólafssonar þann 4. september í Gerðubergi. Um var að ræða sannkallaða skáldskaparveislu og veglegan inngang að Bókmenntahátíðinni.

Borgarbókasafnið býr yfir ríkulegum safnkosti og hér að neðan má sjá úrval skáldverka í íslenskum þýðingum eftir nokkra höfunda sem verða gestir á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2021:

Khaled Khalifa (Sýrland), Chimamanda Ngozi Adichie (Nígería), Vigdis Hjorth (Noregur), Barbara Demick (Bandaríkin), Helene Flood (Noregur), Saša Stanišić (Bosnía, búsettur í Þýskalandi), Leïla Slimani (Frakkland/Marokkó), Sofi Oksanen (Finnland/Eistland), Patrik Svensson (Svíþjóð), Nina Wähä  (Svíþjóð). Elif Shafak (Tyrkland, búsett í Bretlandi) en hún var m.a. tilnefnd til Booker-verðlaunanna fyrir nýjustu bók sína 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld.

Það er um að gera að næla sér í lesefni fyrir hátíðina og taka að láni á safninu. Hér má skoða bókalista og stuttar umfjallanir um nokkra þessara höfunda. 

Verið hjartanlega velkomin á Borgarbókasafnið!

Flokkur
UppfærtMánudagur, 6. september, 2021 20:35
Materials