Booker verðlaunin | Bókalisti

Rithöfundarnir Margaret Atwood og Bernardine Evaristo hlutu Booker verðlaunin að þessu sinni, Atwood fyrir bók sína The Testaments sem er framhald af hinni geysivinsælu bók Sögu þernunnar og Evaristo fyrir bókina Girl, Woman, Other. Atwood er elsti handhafi verðlaunanna og Evaristo er fyrsta þeldökka konan sem tekur við verðlaununum. Þær skipta á milli sín verðlaunafénu sem eru 50.000 pund. 

Þið getið nálgast bækurnar á safninu hjá okkur og að sjálfsögðu á Rafbókasafninu ásamt öðrum bókum sem voru tilnefndar. 

 

Flokkur
Merki
UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57
Materials