Jólabókaflóðið er hafið!

Nú er hátíð í bæ og í bókasöfnum! Jólabækurnar flæða inn um dyrnar hjá okkur og við eigum í fullu fangi með að panta, skrá, plasta, merkja og lána. Bækurnar hverfa hratt úr hillunum en auðvelt er að taka frá bækur svo þú verðir næst/næstur á listanum. Þú getur tekið frá bækurnar með því að smella á bækurnar í listanum hér að neðan. 

Við minnum á að á Bókmenntavefnum birtast vandaðar umfjallanir á nýjum íslenskum bókum. 

Þriðjudagur 5. nóvember 2019
Flokkur
Materials