Bækur um garðyrkju
Bækur um garðyrkju

Langar þig að vita meira um jarð- og moltugerð?

Þrátt fyrir örlítið snjófjúk á suðvesturhorninu eru líklega flestir garðeigendur farnir að hlakka til að ráðast í vorverkin í garðinum. Jarð- og moltugerð er áhugavert viðfangsefni og við fengum Vilmund Hansen garðyrkjufræðing til að gefa okkur góð ráð á lífsstílskaffinu sem var streymt á Facebook síðunni okkar 19. apríl s.l. Sjá hér fyrir neðan.

Mörg hundruð manns hlýddu á erindi Vilmundar og fengu svör við alls konar spurningum um hvernig best er að bera sig að við jarðgerðina. Fjallað var um mismunandi gerðir af tunnum, hvers konar efni má fara í þær og hvernig best er að tryggja góðan hita og niðurbrot moltunnar. Einnig var fjallað um Bokashi jarðgerð sem er jú nýjasta nýtt í þessum efnum. Bokashi er japanska og þýðir einfaldlega gerjað lífrænt efni og gengur út á að jarðgera matarleifar. Það er því um að gera fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði að hlusta á erindið og fá að láni bækur og tímarit um garðyrkju á safninu. Látum hér fylgja nokkrar vel valdar bækur um garðyrkju og moltugerð. Þess ber svo að geta að Vilmundur mætir til okkar aftur fljótlega til að fjalla um ræktun Bonsai trjáa, svo það er um að gera að fylgjast með! 

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 21. apríl, 2021 20:11
Materials