Soffía Auður með bókina Að eilífu ástin

Lesandinn | Soffía Auður Birgisdóttir

Lesandi vikunnar á þessum sólríka miðvikudegi er Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, en á fimmtudagskvöldið verður gengin hinsegin bókmenntaganga í hennar leiðsögn, á vegum Borgarbókasafnsins. Gangan er hluti af dagskrá Reykjavik Pride.

Á myndinni stendur Soffía fyrir framan bókabílinn sem er verið að fylla af hinsegin bókum fyrir viðburðinn Höfðingi á hinsegin daga. Það var ekki auðvelt fyrir Soffíu að velja sér bara eina bók en að lokum fann hún bókina Að eilífu ástin eftir Fríðu Bonnie Andersen sem kom út fyrir síðustu jól og er fyrsta skáldsaga höfundar.

Veröld gaf bókina út, á síðu útgáfunnar segir: „Ung íslensk alþýðustúlka brýst til mennta í fatahönnun í París á fjórða áratug síðustu aldar. Þar upplifir hún frjálslynda strauma millistríðsáranna, sogast inn í hringiðu hins ljúfa lífs og kynnist dimmum sölum bak við djúprauð flauelstjöld. Á endanum hrekst hún aftur til Íslands þar sem líf hennar fléttast saman við líf ljósmóðurnema úr betri borgarastétt. Á meðan síðari heimsstyrjöldin er í algleymingi eiga sér stað mikil og afdrifarík átök í lífi þessara kvenna.“

Soffía valdi einnig tilvitnun úr bókinni sem var henni hugleikin:

Er þá þessi kynjaflóra ekki bara eins og flóra náttúrunnar?
Karlar og konur, trans fólk, intersex, pankynhneigðir, hommar, lesbíur; óteljandi mörg og mismunandi blóm, hvert og eitt fallegt á sinn hátt?

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 13:06
Materials