Leshringurinn 101 - haustið 2020

Leshringurinn 101


Leshringurinn 101 hittist á 5. hæð  í Grófinni annan þriðjudag í mánuði  kl. 17:30-18:30.  

Í leshringnum viljum við skapa huggulega stemningu þar sem við komum saman, sötrum kaffi og spjöllum um bækur.

Eftir óformlega skoðanakönnun í hringnum var ákveðið að lesa eftirfarandi bækur haustið 2020 sem m.a. snerta kynþáttafordóma og umhverfismál. Vegna Covid-19 féllu þrír hringir niður og því munum hafa sömu bækur á dagskrá vorið 2021.

Hámarksfjöldi í hverjum leshring: 12 manns
Leshringurinn er opinn! Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á Guðrúnu Dísi Jónatansdóttur. 
Sóttvarnarreglur eru í heiðri hafðar á viðburðum Borgarbókasafnsins.

9. mars | Hans Jónatan – maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson 

13. apríl | Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah

11. maí | Saga býflugnanna eftir Maja Lunde

 Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

Hér er að finna almennar upplýsingar um leshringi Borgarbókasafnsins.

Umsjón: Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

 

Föstudagur 11. janúar 2019
Flokkur
Materials