Tilefningar til Bókaverðlauna barnanna 2021

Tilnefningar til Bókaverðlauna barnanna

Á sumardaginn fyrsta var hátíðleg athöfn í Borgarbókasafninu Grófinni þar sem tilnefningar til Bókaverðlauna barnanna voru kynntar með pomp og prakt. Börn um land allt völdu sínar uppáhaldsbækur en fimm frumsamdar bækur og fimm þýddar bækur keppa til úrslita. Verðlaunin verða afhent á hátíðinni SÖGUR sem sjónvarpað verður RÚV í byrjun júní.  10 ungir lesendur voru dregnir úr pottinum og fengu boð á hátíðina í Grófinni. Þeir voru svo heppnir að fá tilnefndu bækurnar í vinning fyrir að taka þátt í kosningunni.

F.v. Steinunn M. Magnúsdóttir, Sólveig María Árnadóttir, Margrét Klara Atladóttir, Símon Páll Birgisson, Lísa Vésteinsdóttir, Ólafur Flóki Ólason, Úlfur Randver Ögmundsson, Sunneva Kristín Guðjónsdóttir, Kristófer Fannar Jónsson og Óskar Henry Mortensen Másson.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar til Bókaverðlauna barnanna 2021:

Sjá nánari upplýsingar um Bókaverðlaun barnanna.

Höfundar og þýðendur sendu góðar kveðjur til barnanna sem tóku þátt í keppninni.

 

Íslenskar barnabækur

  • Hetja | Björk Jakobsdóttir
  • Lára lærir að lesa | Birgitta Haukdal
  • Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi | Bjarni Fritzson
  • Þín eigin undirdjúp | Ævar Þór Benediktsson
  • Öflugir strákar | Bjarni Fritzson

 

Þýddar barnabækur

  • Alls ekki opna þessa bók eftir Andy Lee | Þýðing: Huginn Þór Grétarsson
  • Dagbók Kidda klaufa. Snjóstríðið eftir Jeff Kinney | Þýðing: Helgi Jónsson
  • Handbók fyrir ofurhetjur. Horfinn eftir Elias og Agnes Vahlund | Þýðing: Ingunn Snædal
  • Hundmann. Taumlaus eftir Dav Pilkey | Þýðing: Bjarki Karlsson
  • Verstu kennarar í heimi eftir David Walliams | Þýðing: Guðni Kolbeinsson