Tilnefningar til Booker verðlauna 2021

Tilnefningar til Booker-verðlaunanna 2021

Tilnefningar til Booker-bókmenntaverðlauna voru tilkynntar í dag  14. september. Listinn var þrengdur frá 13 bókum sem tilnefndar voru í sumar, og í 6 bækur. Maya Jasanoff frá dómnefndinni tilkynnti verk og höfunda, og sagði jafnframt að nefndin hefði lesið alls 158 skáldsögur á þessu ári. 

Verðlaunin verða afhent í nóvember 2021.

Eftirfarandi skáldsögur voru tilnefndar að þessu sinni:

 

A Passage North eftir Anuk Arudpragasam

Anuk Arudpragasam (f. 1988) er skáldsagnahöfundur frá Sri Lanka Tamil. A Passage North er önnur skáldsaga hans.

 

The Promise eftir Damon Galgut

Damon Galgut (f. 1963) er suður-afrískt leikskáld og skáldsagnahöfundur. The Promise er níunda skáldsaga hans.

 

No One Is Talking About This eftir Patricia Lockwood

Patricia Lockwood  (f.1982) er amerískt skáld, skáldsagnahöfundur og esseyisti. No One Is Talking About This er fyrsta skáldsaga hennnar en hún hefur m.a. sent frá sér tvö ljóðasöfn.

 

Bewilderment eftir Richard Powers

Richard Powers (f.1957) er margverðlaunaður amerískur rithöfundur. Bewilderment er hans þrettánda skáldsaga.

 

The Fortune Men eftir Nadifa Mohamed

Nadifa Mohamed (f.1981) er bresk-sómalískur höfundur. The Fortune Men er þriðja skáldsaga hennar.

 

Great Circle eftir Maggie Shipstead

Maggie Shipstead (f.1983) er amerískur skáldsagnahöfundur, búsett í Los Angeles. Great Circle er hennar þriðja skáldsaga.

 

Þriðjudagur 14. september 2021
Flokkur
Materials