Leshringurinn í Árbæ | Allskonar bækur
Leshringurinn í Árbæ | Allskonar bækur

Leshringur | Allskonar bækur

Leshringurinn í Borgarbókasafninu Árbæ hittist fyrsta mánudag í mánuði kl. 15:30 - 16:45 frá september og fram í maí. Yfir sumartímann er tekið frí í þrjá mánuði.

Lesin er ein skáldsaga og ein ljóðabók í hverjum mánuði, með einhverjum smá undantekningum. Á fyrsta fundi haustsins ræðum við sumarlesturinn og komum með hugmyndir fyrir framhaldið. Ákveðið er í lok hvers fundar hvaða bækur verða lesnar þann mánuðinn.  

Fyrsti fundur haustsins 2023 verður 4. sept., síðan 2. okt., 6. nóv. og 4. des.

 

 Þessi leshringur er fullsetinn sem stendur. 

 

Upplýsingar og umsjón:
Jónína Óskarsdóttir 
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins.

Flokkur
Merki
UppfærtMiðvikudagur, 24. maí, 2023 15:06