Kofinn í barnadeildinni á Bókasafnunu í Árbæ
Barnadeildin í Árbæ

Barnadeildin í Árbæ

Í barnadeildinni í Árbæ er að finna úrval af bókum, tónlist og DVD myndum fyrir börn á öllum aldri. Einnig hægt er að fá lánuð spil til að spila á staðnum eða prófa heima með fjölskyldunni eða vinum, og stundum drögum við fram litakassana. Barnasvæðið er með sófum, pullum og leynikofa þar sem er tilvalið fyrir yngstu lesendurna að skoða í bækur og leika sér. Púsl og bangsar gera svæðið að skemmtilegum stað fyrir börnin að njóta sín og búningarekkinn er ávallt vinsæll.

Svo er að sjálfsögðu alltaf heitt á könnunni fyrir fullorðna fólkið og úrval bóka og tímarita sem þau geta kynnt sér um leið!

Miðvikudagur 14. apríl 2021
Flokkur