Sumarlestur
Sumarlestur

Sumarlestur

Ár hvert hvetur Borgarbókasafnið börn úti um alla borg til að lesa! Menningarhúsin okkar lifna við og bjóða upp á leik þar sem börn geta unnið verðlaun fyrir lesturinn.

_______________________________________________________________________

Lestrarátak sumarið 2018 | Frumskógur – Þar sem ævintýrin gerast!

Í sumar skellum við okkur suður á boginn í litríkan og leyndardómsfullan frumskóg. Börnin velja sér eitt frumskógardýr úr pappír þar sem þau skrifa nafn, símanúmer og aldur aftan á. Að lokum setja þau dýrið sitt í frumskógarkassa sem finna má í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins.

Í hverri viku verður dregið út eitt dýr og fær lesandinn sem setti það í kassa skemmtilegan vinning að launum. Við munum við skreyta söfnin með dýrunum og búa til ævintýralegan frumskóg þar sem nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá þeir vegleg verðlaun.

Lesum saman í sumar!
Sumarlestrinum er ætlað að hvetja börn til að lesa sem flestar bækur í sumar. 

Materials