Skólaheimsóknir á Covid tímum

Sögustundir og safnkynningar

Borgarbókasafnið tekur nú á  móti hópum í sögustundir og safnkynningar , með takmörkunum þó.

- Að hámarki fylgja 3 kennarar/leiðbeinendur hverjum barnahópi.
- Að hver heimsókn vari ekki lengur en eina klukkustund.
Athugið að grímuskylda er í bókasöfnunum samkvæmt ákvörðun almannavarna.

 

Heimsóknir

Við mælumst til þess að hafa samband við bókasafnið áður en komið er með hópa á safnið til þess að hópar skarist ekki á í barnadeildinni. Þá biðjum við ykkur líka að athuga afgreiðslutíma safnanna áður en lagt ef af stað þar sem þeir kunna að breytast í samkomutakmörkunum.

Nánar um sóttvarnir á Borgarbókasafninu hér

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146