Tengivirkið lógó

Tengivirkið - Young People Connect

Í Tengivirkinu hittist ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára sem hefur annað móðurmál en íslensku og gerir eitthvað skemmtilegt saman auk þess að læra smávegis í íslensku t.d. spila borðspil, teikna, prjóna, fara í bíó, á sýningar eða fá heimsókn frá áhugaverðum aðilum.

Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Engin skráning og engin skuldbinding, það má mæta eins oft eða sjaldan og hver vill.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis en Tengivirkið er einungis einn liður í stærra verkefni sem Þjónustumiðstöðin leiðir. Tengivirkið er hluti af þróun bókasafnsins sem opið rými, þar sem leitast er eftir því að notendur komi að dagskrárgerð og geri rýmið að sínu eigin.

Fyrir hvern er þetta verkefni?
Ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára sem er með annað móðurmál en íslensku (AM).

Hvenær?
Við hittumst á fimmtudögum kl.16:00 - 17:00.

Hvar?
Á Borgarbókasafninu í Kringlunni.

Dagskrá Tengivirkisins vorið 2022:

10. febrúar

24.febrúar 

10.mars 

24.mars 

7.apríl 

28.apríl 

12.maí 

19.maí 

 

Frekari upplýsingar
Hólmfríður María Bjarnardóttir
Deildarbókavörður / Verkefnastjóri
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is

Mánudagur 16. ágúst 2021
Flokkur