Gersemar og grúv með Valla

Valgeir og félagar í Grófinni taka gjarnan lagið við mismunandi tilefni og grafa fram ýmsar gersemar sem leynast í tónlistardeild safnsins. Hér má sjá myndböndin sem orðið hafa til úr grúvinu.

Gersemar og grúv í Grófinni | Bob Dylan

Bob Dylan er ennþá að, er alltaf að og hefur alltaf verið að. Okkur fannst því ekkert að því að halda upp á 60 ára feril og 80 ára afmæli hans með myndbandi úr tónlistardeildinni í Grófinni.

Við kíkjum á gersemar og gamansögur tengdar nóbelsskáldinu og tökum lagið með tilþrifum!

 

 

John Lennon: Gersemar og grúv í Grófinni

Þann níunda október 2020 hefði John Lennon orðið áttræður ef hann hefði lifað.

Við á Borgarbókasafninu eigum fágætan, dularfullan safngrip sem Yoko Ono gaf okkur og við viljum endilega sýna ykkur. Í leiðinni skoðum við hvað við eigum í hillunum okkar tengt afmælisbarninu. Svo tökum við líka lagið í tilefni dagsins!

 

Gersemar og grúv í Grófinni | Beethoven og Jólaráðgátan

Nú eru tvöhundruð og fimmtíu ár síðan Ludwig van Beethoven fæddist og við á Borgarbókasafninu ætlum að gefa honum það eina sem hann vantar í afmælisgjöf: Jólalag!

Hér blandast sagnfræði, safnkostur, söngur og synthar í sönnum jólaanda!

 

Í tilefni 55 ára afmælis okkar ástsælu söngkonu Bjarkar Guðmundsdóttur bjuggum við til vídeó henni til heiðurs.

Í þessu myndbandi látum við þung orð falla og tölum um hvernig farið var að fyrir tíma Internetsins.

Síðast en ekki síst taka starfsmenn í Grófinni lagið! Getið bara hvaða lag...

Gjörið svo vel!

Miðvikudagur 16. júní 2021
Flokkur