Kallað eftir sviðshöfundum

Alþjóðlega leiklistahátíðin Lókal kallar eftir sviðshöfundum, sem eru með handrit í vinnslu, til að koma og taka þátt í hátíðinni í ár.

Í samstarfi við Bókmenntaborgina og Borgarbókasafnið stendur hátíðin fyrir handritasmiðju, þar sem þátttakendur vinna í handritum sínum, undir leiðsögn leiðbeinenda, og flytja svo brot úr þeim á opnum viðburði á hátíðinni. 

Leiðbeinendur á smiðjunni verða rithöfundarnir Kristín Eiríksdóttir og Friðgeir Einarsson, sem bæði hafa mikla reynslu af því að skrifa fyrir svið. Smiðjan hefst um miðjan nóvember og stendur yfir í tvær vikur, fjögur skipti alls. Viðburðurinn verður svo hluti af Lókal 2021. 

Kallað er eftir umsóknum á evarun@lokal.is 
Með umsóknarbréfi skal fylgja ferilskrá og stutt sýnishorn af handriti. 
Umsóknarfrestur til 5. nóvember. 

Nánari upplýsingar veitir:
Eva Rún Snorradóttir, listrænn stjórnandi Lókal, evarun@lokal.is

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 27. október, 2021 10:16