Saumahornið í Borgarbókasafninu Árbæ
Velkomin í Saumahornið í Árbæ

Saumaverkstæðið

Í saumaverkstæðinu er skemmtileg aðstaða til að taka upp snið, sauma og gera við. Þar er að finna tvær venjulegar saumavélar og eina overlock-vél. Miðað er við að þeir sem nota saumavélarnar séu að mestu sjálfbjarga en boðið er upp á aðstoð í sérstökum viðburðum sem kallast Saumakaffi. Þá munum klæðskeramenntaðir starfsmenn Borgarbókasafnsins vera til taks og hjálpa notendum við saumaskapinn.

Borgarbókasafnið tekur þátt í verkefninu Árpokanum í samstarfi við Kvenfélag Árbæjarsóknar, Þjónustumiðstöð Árbæjar og Félagsmiðstöðina Hraunbæ 105. Verkefnið snýst um að sauma innkaupapoka sem gefnir verða á bókasafninu, í Árbæjarlaug og á öðrum stöðum í hverfinu þar sem not eru fyrir þá. Snið og efni verða til taks á safninu sem hægt er að nota við pokagerðina. Svipuð verkefni hafa verið í gangi víða um land þar sem fólk hittist og saumar poka undir merkjum Boomerang Bags.

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is
S. 411 6250

Flokkur
Merki
UppfærtFöstudagur, 25. júní, 2021 12:29