Lokakvöld Sviðsetningar sannleikans haldið í Gerðubergi
Lokakvöld Sviðsetningar sannleikans haldið í Gerðubergi

Sviðsetning sannleikans | Lokakvöld

Lokakvöld námskeiðsins Sviðsetning sannleikans var haldið í Gerðubergi þann 17. febrúar. Þar stigu á svið þátttakendur í námskeiðinu og fluttu texta sem byggði á eigin lífi. Þar komu íkveikjur, páfagaukar, fæðingar, dauðsföll, leiði, fjölskyldubönd og fleira við sögu. Viðburðurinn verður sendur út í Hlaðvarpi Borgarbókasafnsins á næstunni. 

Námskeiðið vakti mikla lukku meðal þátttakenda, en kennarar voru þau Eva Rún Snorradóttir, sviðslistakona og rithöfundur, og Pétur Ármannsson, leikstjóri og dramatúrg. Þátttakendur fengu tækifæri til að þróa sögu, gera ritæfingar og velta vöngum yfir framkomu og dramatúrgíu. 

Útgangspunktur námskeiðsins var sannleikurinn en hann er auðvitað túlkanlegur, en sumir vilja meina að sannleikur sé nú jafnvel sterkari í bókmenntum heldur en fréttaefni. Hvað sem því líður er ljóst að áhugi er mikill, bæði á hinu ritaða - sanna - orði, sem og flutningi þess og við hjá Borgarbókasafninu erum að velta fyrir okkur framhaldinu. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá vel heppnuðu kvöldi: 

Ásrún Magnúsdóttir flutti texta á viðburðinum Jóhannes Árnason Bjargey Ólafsdóttir Sigurður Arent Kara Hergils

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 18. ágúst, 2021 11:54