Tilnefningar til Booker-verðlaunanna

Tilkynnt hefur verið hvaða þrettán skáldsögur eru tilnefndar til Booker-verðlaunanna í ár. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir bestu bókina, skrifaða á ensku og gefna út í Bretlandi eða á Írlandi. Talsverð virðing er borin fyrir „Búkkernum“ og það að vera orðaður við hann getur fleytt höfundum langt. Í ár eru þarna ýmsir þungavigtarhöfundar í bland við aðra minna þekkta. Hér er yfirlit yfir listann og í greininni er að finna tengil á hverja bók fyrir sig. 

Verðlaunin verða veitt í haust.

Einhverjar hinna tilnefndu bóka eru nú þegar til í safnkosti Borgarbókasafnsins og aðrar á leiðinni. Við erum alltaf að pantar nýjar bækur og tökum glöð við óskum og ábendingum frá lestrarhestum. 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 10. ágúst, 2021 10:44
Materials