Framkvæmdir við Grófarhús | Skert aðgengi

Við vekjum athygli á því að nú standa yfir framkvæmdir í Grófinni við Borgarbókasafnið, Tryggvagötu 15. Af þessum sökum er aðgengi takmarkað og er Tryggvagata frá Geirsgötu tímabundið orðin botnlangi. Við bendum á bílastæði á Garðastræti og Vesturgötu, og einnig á bílastæðahúsin við Mjóstræti og Hafnartorg.

Hægt er að ganga meðfram Grófarhúsi, frá Tryggvagötu og bílastæði að aftan, að innganginum og pláss er fyrir hjólastóla og kerrur. 

Einnig eru sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða og önnur bílastæði fyrir aftan Listasafn Reykjavíkur og Grófarhús.

Sjá akstursleið á kortinu hér fyrir neðan.

Við biðjum notendur velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Vinsamlegast hringið í 411-6100 eða sendið tölvupóst á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is fyrir frekari upplýsingar eða aðstoð.

Föstudagur 18. mars 2022
Flokkur