Biotek í Lublin

Græn og mannvæn bókasöfn | Heimsókn frá Lublin

Við kynntumst skemmtilegum kollegum sem sögðu okkur frá nýju grænu bókasafni í heimabæ þeirra Lublin í Póllandi: Bioteka

Við tókum á móti gestunum í Grófinni og ræddum þróun bókasafna í samfélögum okkar og hvaða staðir það eru sem fólk nýtir til að sækja í félagsskap og menningartengda viðburði. Kynntum við áherslu Borgarbókasafnsins á þátttöku notenda og samsköpun í dagskrárgerð til að opna fyrir aðgengi nýrra hópa að bókasafninu. Bókasafnið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að tryggja aðgengi að þekkingu og upplýsingum, en einnig er bókasafnið sem staður sem tengir okkur við aðra, hér deilum við upplifunum og fáum tilfinningu fyrir því í hvernig samfélagi við búum. Það eru fá rými sem eru jafn opin og bókasafnið.

Hópur fólks frá Lublin í heimsókn

Sjálfbærni er vítt hugtak sem einnig kemur fyrir í stefnu Borgarbókasafnsins. Kynntu gestirnir frá Lublin okkur fyrir nýju grænu bókasafni sem nefnist Bioteka. Þar er mikið notast við náttúrleg efni og gróður sem ramma inn safnkostinn. Bioteka er endurgerð bygging sem nú hefur fengið nýtt hlutverk. Á tímum kommúnista var staðurinn veitingahús sem þekkt var fyrir dansleiki með lifandi tónlist, hefðbundna pólska matargerð og alveg einstakt andrúmsloft. Nú ríkir þar meiri ró.

Biotek í Lublin

Ræddu gestir okkar að í Lublin væru menningarhús og bókasöfn oft hlið við hlið en í Reykjavík væru bókasöfnin og menningarhús eitt og hið sama, bæði staður athvarfs frá amstri dagsins en einnig fyrir líflegar uppákomur.

Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina og hvetjum fólk sit að segja okkur frá þróun bókasafna í þeirra nágrenni – hvaðanæva úr heiminum.

Hópur fólks frá Lublin í heimsókn

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 12. október, 2021 14:59