
Hringrásarsafnið opnar í Grófinni | Fáið hluti að láni
Vantar þig myndvarpa, heftibyssu, háþrýstidælu, partýpakka fyrir barnaafmæli, borvél, garðverkfæri eða útilegudót?
Hringrásarsafnið er tilraunaverkefni í samstarfi við Munasafnið RVK Tool Library og hefur fyrsti sjálfsafgreiðsluskápurinn nú verið settur upp á Borgarbókasafninu Grófinni.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA HVAÐA HLUTIR ERU LAUSIR TIL ÚTLÁNS
Markmiðið er að bjóða upp á aðgengi að allskonar hlutum og smærri verkfærum. Á sama hátt og þú færð bækur lánaðar, getur þú nú fengið hluti að láni.
Fyrst um sinn eru eftirfarandi hlutir til útláns í Grófinni. Þeim verður verður skipt út eftir óskum og þörfum notenda.
- Sett af handverkfærum
- Kælibox
- Tjaldsett fyrir 2
- Borvél/skrúfvél
- Sett af garðverkfærum
- Hitabyssa
- Ísvél
- Straujárn
- Stingsög
- Veislusett fyrir krakka
- Háþrýstidæla
- Skjávarpi
- Slípivél
- SDS höggborvél
- Saumavél
- Heftibyssa
Þú sparar með því að nota deilihagkerfið og dregur úr kolefnisfótsporinu þínu í leiðinni!
Notendur kaupa áskrift að Hringrásarsafninu og fá handhafar bókasafnskírteinis afslátt af ársgjaldinu.