Kraftur, gleði og stuðningur | Opið samtal

Það var skortur á skilning á sérstökum aðstæðum ungs fólks sem greinist með krabbamein, sem var hvati til að stofna stuðningsfélagið Kraft fyrir rúmum tuttugu árum. Inga Bryndís Árnadóttir, sem sinnir fræðslu og hagsmunabaráttu hjá Krafti, koma á Borgarbókasafnið og ræddi eðli jafningjastuðnings, málefnin sem hagsmunagæsla samtakanna heldur á lofti og fræðslu- og samverustunda á jafningjagrunni.

Bæði bókasafnið og Kraftur miða að því að auka aðgengi fólks að þekkingu og uppbyggilegum tengslum. Kraftur hefur staðið fyrir öflugri vitundarvakningu meðal almennings um að lífið er núna og heldur meðal annars úti fræðsluvettvangnum Lífskrafti og hlaðvarpi sem fléttar saman reynslusögum og fræðsluerindum. Þó svo samtökin snúist um málefni sem tengist sorg og missi, þá einkennist starfið af gleði og því að njóta líðandi stundar. Hvað varðar aðgengileika, þá nefni Inga Bryndís að miðlun starfsins á fleiri tungumál og túlkaþjónusta sér klárleg helsti þröskuldurinn. Hugsanlega mætti einnig nýta almenningsrými eins og bókasafnið til að miðla þekkingu þvert á þjóðfélagshópa og ná til fólks sem hefði annars ekki vitað af starfinu.

Við þökkum fyrir samtalið og minnum á að félagasamtökum er velkomið að auðga menningardagskrá bókasafnsins með fræðslu og skemmtilegum viðburðum. Sendið okkur línu, við erum opin fyrir nýjum hugmyndum.

Opið samtal, hvað er það? Umræðuvettvangur um málefni tengd réttindum, aðgengi og þátttöku í samfélaginu. Dagskráin í heild.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 31. janúar, 2023 15:48