„Mínar síður“ lokaðar yfir gamlárskvöld

Lokað fyrir innskráningu notenda bókasafnsins hér á vefnum frá kl. 15 á gamlársdag til kl. 15 á nýársdag, vegna viðhaldsvinnu við bókasafnskerfi.

Á meðan verður ekki hægt að nálgast útlánastöðu eða yfirlit frátekta, og ekki hægt að taka frá efni, framlengja útlánum, greiða sektir eða endurnýja bókasafnskort hér á vefnum.

Innskráning á Rafbókasafnið verður einnig lokuð yfir sama tíma.

Fimmtudagur 30. desember 2021
Flokkur