Opnum 18. nóvember að öllu óbreyttu!

Sex söfnum Borgarbókasafnsins hefur verið lokað í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna COVID-19 - faraldursins. Stefnt er að því að dyrnar opni aftur þann 18. nóvember.

Örvæntið ekki - notendur geta pantað efni og sótt á næsta safn! 

Þú pantar, við tökum efnið til og höfum samband, þú sækir. Mundu að koma með símann þinn! Hér eru allar leiðbeiningar um þessa nýju þjónustu.
Við hvetjum notendur til að nota rafrænu þjónustu heimasíðunnar eins og kostur er, en það er sjálfsagt að hringja í síma 411 6100 og fá aðstoð.

Gildistími bókasafnsskírteina framlengist sem nemur lokun safnanna. Ekki verða lagðar sektir á lánsgögn á tímabilinu.

Við minnum einnig á Rafbókasafnið og Naxos, sem hægt er að njóta án þess að fara út úr húsi!