
Röskun á þjónustu | Nýtt bókasafnskerfi á landsvísu
Dagana 30. maí - 13. júní verður innleitt nýtt kerfi á bókasöfnum landsins.
Á meðan á innleiðingu stendur verður þjónusta safnsins takmörkuð við útlán og skil gagna. Við munum halda notendum upplýstum um gang mála og uppfæra þessa tilkynningu eftir þörfum.
Á þessu tímabili
- hafa notendur hvorki aðgang að Mínum síðum á borgarbókasafn.is né leitir.is
- munu tilkynningar um skiladag eða frátektir ekki berast
- er hvorki hægt að taka frá gögn né framlengja lán
- innkaupabeiðnir sem berast á tímabilinu verða afgreiddar þegar nýja kerfið er komið í gagnið
Í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal verður aðeins hægt að taka að láni og skila gögnum á þjónustutíma safnsins, sjá opnunartíma bókasafnanna okkar.
Engar dagsektir reiknast á meðan á innleiðingartímabilinu stendur (30. maí - 13. júní) og því þarf hvorki að hafa áhyggjur af skiladegi né sektum.
Við hvetjum ykkur til að koma í söfnin okkar og skoða úrvalið og nýta aðstöðuna á meðan á innleiðingunni stendur.
Við aðstoðum ykkur með bros á vör!
Netfang: borgarbokasafn@borgarbokasafn.is
Þjónustusími: 411 6100