Fulltrúi Evrópusambandsins á ráðstefnu um Opin samfélög allra

Seigla, traust og popúlismi í lýðræðissamfélagi | Opið samtal

Hvernig sköpum við samfélag fyrir alla?

Undir þessar yfirskrif var boðað til opins samtals milli borgara og fræðasamfélagsins um traust og virka þátttöku borgara til að byggja upp samfélag þar sem allir hafi aðgang að gæðum samfélagsins.

Á bókasafninu í Gerðubergi voru kynntar spennandi rannsóknir sem snerta á málefnum er varða viðnámsþrótt, samskipti og aðgengi að samfélagsgæðum. Sérstaklega var farið í nýsköpunargildi rannsókna til að styðja við opinberrar stefnumótunar í frjálslyndu lýðræðisríki. Einnig var þróun popúlisma og hlutverk pólitískrar forystu rædd til að tryggja jafnræði og velferð í samfélagi á tímum breytinga.

Nánari lýsingar á erindum sem flutt voru má finna á vefsíðu PaCE verkefnisins hér. Upptaka af streymi málþingsins í heild sinni er aðgengileg á vefsíðu Borgarbókasafnsins.

 

Pallborðsumræður um opin samfélög Pallborðsumræður um opin samfélög Pallborðsumræður um opin samfélög

Niðurstöðum fylgt eftir

Á bókasafninu er hægt að brjóta upp innrammaða veruleika, tengja borgarbúa saman og miðla upplýsingum og þekkingu milli ólíkra samfélagshópa í umhverfi sem fólk treystir. Daginn eftir málþingið í Gerðubergi var haldin vinnustofa með fulltrúum stjórnvalda og öðrum þeim sem hafa áhrif mótun samfélagsins. Leitað var í smiðju þeirra sem hafa reynslu af að raungera hugmyndir og tillögur. Unnið var með niðurstöður frá lýðræðisvinnustofu PaCE sem haldin var í byrjun þessa árs, sem og tekinn púlsinn á umræðum sem sköpuðust á málþinginu 26. október 2021.

Hópavinna á bókasafninu um opin samfélög Hópavinna á bókasafninu um opin samfélög

Málþingið var hluti af evrópuverkefninu Populism and Civic Engagement (PaCE) sem skoðar sögulegar og samfélagslegar forsendur popúlistaflokka og greinir jafnframt á milli ólíkra tegunda popúlistaflokka. Hér má finna samantekt um lýðræðisvinnustofu PaCE á Íslandi, sem fór fram í janúar 2021. Einnig eru upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðunni Populism and Civic Engagement.

Niðurstöðu lýðræðisvinnustofunnar á Íslandi má finna hér.

 

Frekari upplýsingar um PaCE verkefnið veitir:
Roxana Elena Cziker, verkefnastýra PaCE á Íslandi: roxana.elena.cziker@reykjavík.is 

Bókasafnið er opið fyrir nýjum hugmyndum um hvernig hægt er að þróa bókasafnið sem lýðræðisvettvang og samfélagsrými.
Ef þú ert með hugmynd að samstarfi, hafðu þá endilega samband:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 25. apríl, 2023 15:36