Þátttakendur í Spretti á bókasafninu

Sprettur á bókasafninu | Heimsókn í Grófina

Glæsilegur hópur þátttakenda í Spretti kom til okkar niður í Gróf til að kynnast hugmyndum um bókasafnið sem opið samfélagsrými – vettvang til að deila, til að vera (eins og maður er) og taka þátt í að móta.

Við kynntum hlutverk bókasafnsins í samfélaginu sem stað til að deila og læra hvert af öðru. Valgeir kynnti verkstæði bókasafnsins, hlaðvarpsstúdíóið Kompuna. Farið var um safnið og leitið sérstaklega að fjöltyngdum bókakosti á safninu. Í hópnum eru margir með önnur tungumál en íslensku að móðurmáli og voru þau hvött til að senda okkur innkaupatillögur að ómissandi bókakosti á eigin tungumáli.

Ungmenni sitja saman og kynnast bókasafninu

Bókasafnið er stöðugri þróun og við erum alltaf forvitin að kynnast því hverjir uppáhaldsstaðir notenda eru, svo við getum mætt betur ólíkum þörfum borgarbúa og fleiri geti gert bókasafnið að sínum stað. Komumst við að því að uppáhaldsstaðir þátttakenda í Spretti, þegar þeir nenna ekki að vera heima eða í vinnu/skóla, eru m.a. kaffihús, bíó og íþróttavellir.

Sum í Spretti sækja í rólega stemningu og vilja leggjast í grasið í almenningörðum eða fara í göngutúr við ströndina. Önnur elska að sitja í bíl með tónlistina í botni á meðan aðrir leita í fjölmenna staði eins og í sundlaugarnar eða í verslunarmiðstöðvar

Gaman var að komast að því að margt af því sem þau langar að geta haft aðgang að á bókasafninu er þegar til staðir í söfnunum okkar eins og kvikmyndir, tímarit, tölvur og forrit, saumavélar og spil. 

Raddir ungmenna á bókasafninu

Við þökkum kærlega fyrir innlitið og hlökkum til að hitta hópinn aftur í Gerðubergi í janúar, þar sem við munum deila sögum um gæludýr, skáldsögur, fólk sem hefur flúið til annars lands, afleiðingar hamfarahlýnunar og sögum af skömmustulegum atvikum (sem komu fyrir kunningja okkar).

Hópur þátttakenda í Spretti á bókasafninu

Flokkur
UppfærtMánudagur, 16. október, 2023 15:10