Störf í boði | Sérfræðingur í unglingamenningu

Leitað er að hugmyndaríkum sérfræðingi í unglingamenningu í fullt starf í OKið, unglingarými í Borgarbókasafninu í Gerðubergi.

Í OKinu er hægt að læra, skapa, fikta, eiga í samtali og einfaldlega hanga. Auk skipulegrar dagskrár fyrir ungmenni er þar ýmis búnaður sem hægt er að nota, undir leiðsögn starfsmanna, til dæmis þrívíddarprentari, vínylskeri, barmmerkjavél, Minecraft, Little Bits, borðspil, og margt fleira.

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Dagskrárgerð og þróun rýmis í samstarfi við deildarstjóra og aðra starfsmenn.
 • Stefnumótun og teymisvinna í samstarfi við deildarstjóra og aðra starfsmenn.
 • Innsetning efnis á vef og samfélagsmiðla
 • Taka fullan þátt, þegar við á, í starfi með krökkum sem sækja Okið.
 • Utanumhald og eftirfylgni með viðburðum og klúbbum.
 • Leiðbeina notendum á verkstæði.


Hæfniskröfur 

 • Háskólamenntun (BA/BS) sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af tómstunda/menningarstarfi með krökkum á aldrinum 10-16 ára
 • Reynsla af menningarstarfi og dagskrárgerð.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og mikill sveigjanleiki/aðlögunarhæfni.
 • Góð tækniþekking og hæfileiki til að tileinka sér nýja tækni til miðlunar og sköpunar.
 • Framúrskarandi skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi.
 • Frumkvæði og jákvæðni.

Forsenda ráðningar er að aflað verði upplýsinga frá Sakaskrá ríkisins, að fengnu upplýstu samþykki umsækjanda, í því skyni að uppfylla skilyrði laga og ráðningaraðila fyrir ráðningu í starfið.
Sækið um starfið hér
Umsóknarfrestur er 09.12.2021

Nánari upplýsingar veitir:
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is

Fimmtudagur 25. nóvember 2021
Flokkur
Merki