Störf í boði | Sérfræðingur óskast í Úlfarsárdal

Óskað er eftir öflugum starfsmanni í fullt starf í nýju samsteypusafni Borgarbókasafnsins. Hann mun starfa í barna- og unglingateymi með áherslu á skólabókasafn. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Starfið krefst metnaðar, skipulagshæfni og sveigjanleika.

Borgarbókasafnið hefur unnið að því að móta og hrinda í framkvæmd nýrri framtíðarsýn, þar sem bókasöfn eru menningar- og samfélagsmiðjur í hverfum borgarinnar. Nútímabókasafn kallar á rými fyrir fólk til að koma saman og dvelja, athvarf fyrir einstaklinga og fjölskyldur, stað þar sem allir geta dvalið á sínum forsendum og haft jafnt aðgengi að fjölbreyttu rými, upplifun og upplýsingum óháð samfélagsstöðu eða þjóðerni. Í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal munu starfa alls átta starfsmenn en safnið deilir húsnæði með leik- og grunnskóla, sundlaug og frístundamiðstöð. Umsóknarfrestur er til 21. janúar n.k. Sækið um starfið hér.

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Ábyrgð og umsjón með safnkennslu og þjónustu fyrir nemendur og kennara Dalskóla
  • Umsjón og ábyrgð á samskiptum og samstarfi við Dalskóla
  • Umsjón með safnkosti, umsjón með aðföngum og afskriftum
  • Tryggir að safnkosturinn sé í samræmi við gildandi stefnu safnsins um uppbyggingu safnkosts
  • Skráning/tenging safnskosts
  • Afgreiðsla og upplýsingaþjónusta
  • Fagleg þjónusta við notendur Borgarbókasafns
  • Starfsmenn skipta með sér kvöld- og helgarvöktum
     

Allar frekari upplýsingar má finna á vef Reykjavíkurborgar