Velkomin á bókasafnið!

Fjöldatakmörkun á söfnunum miðast við 200 manns að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Og við vekjum athygli á að enn er grímuskylda. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu.

Við minnum á að gott er að panta efni fyrirfram hér á heimasíðunni eða í síma og sækja svo á þitt safn. Kynnið ykkur viðmið Borgarbókasafnsins vegna Covid-19.

Hér má skoða næstkomandi viðburði á söfnunum - alltaf ókeypis og sóttvörnum að sjáfsögðu fylgt í hvívetna.

Árbær
Mánudaga – fimmtudaga 10:00 - 19:00
Föstudaga 11:00 - 18:00
Sunnudaga 12:00 - 16:00

Gerðuberg
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga 10:00 - 18:00
Miðvikudaga: 10:00-21:00
Föstudaga 11:00 - 18:00
Laugardaga og sunnudaga 13:00 - 16:00

Grófin
Mánudaga - fimmtudaga 10:00 - 19:00
Föstudaga 11:00 - 18:00
Laugardaga og sunnudaga 11:00 - 17:00

Kringlan
Mánudaga – fimmtudaga 10:00 - 18:30
Föstudaga 11:00 - 18:30
Laugardaga og sunnudaga 13:00 - 17:00

Sólheimar
Mánudaga – fimmtudaga 10:00 - 19:00
Föstudaga 11:00 - 18:00
Laugardaga 10:00 - 15:00

Spöngin
Mánudaga – fimmtudaga 10:00 - 19:00
Föstudaga 11:00 - 18:00
Laugardaga 11:00 -  16:00

Bókabíllinn keyrir samkvæmt hefðbundinni tímatöflu.


Hvernig panta ég og sæki efni?

Einfalt! Þú finnur bókina sem þig langar að lesa, tónlistina sem þú vilt hlusta á, tímaritið, nóturnar eða bíómyndina og tekur frá hér á heimasíðunni. Sjá leiðbeiningar hér. Við hvetjum þig til að nota rafrænu þjónustu heimasíðunnar eins og kostur er - en það er sjálfsagt að hringja í síma 411 6100 og fá aðstoð.

- Ef efnið er í hillu höfum við samband við þig í tölvupósti eða síma þegar efnið er tilbúið til afhendingar.

- Ef efnið er inni en ekki á því safni sem þú baðst um, munum við koma því á rétt safn og láta vita um leið og hægt er að sækja.

- Ef efnið sem þig langar í er ekki inni, setjum við þig á biðlista og látum vita um leið og það er aðgengilegt og tilbúið á safninu þínu.

Get ég skilað eða borgað sektir?

Ef þú átt sektir sem þú vilt gera upp getur þú gert það hér á heimasíðunni. Þú skráir þig inn með kennitölu eða bókasafnskortanúmeri, eða í gegnum island.is, ferð í Mínar síður hér efst á síðunni og þar í Sektir, og getur þar gert upp allar sektir með greiðslukorti.

Hvernig get ég framlengt lán?

Á Mínum síðum er hægt að framlengja hvert lán tvisvar sinnum. Einnig er hægt að framlengja með því að hringja í Bókasafnið.

Get ég notað Rafbókasafnið?

Ef þú átt bókasafnskort í gildi getur þú skráð þig inn á rafbokasafnid.is með bókasafnskortanúmeri og PIN.

Ef þú veist ekki hvert bókasafnskortanúmerið þitt er getur þú fundið það með því að skrá þig inn hér á vefnum, opna Mínar síður og fara þar í Mínar stillingar.

Ef þú manst ekki PIN númerið þitt þá getur þú búið til nýtt. Þú byrjar á að skrá þig inn hér á vefnum með því að velja "Skrá inn með island.is", ferð svo í Mínar síður og þar í Mínar stillingar, og þá getur þú skráð nýtt PIN númer án þess að vita það gamla.

Og ef þú átt ekki ennþá bókasafnskort eða þarft að endurnýja, þá getur þú gert það hér á vefnum sömuleiðis. Þú skráir þig inn í Mínar síður með kennitölu eða bókasafnskortanúmeri, eða í gegnum island.is. Ef þú átt ekki kort eða þarft að endurnýja verður þér vísað áfram á greiðslusíðu, þar sem þú getur samþykkt skilmála og greitt árgjaldið.

Hér má finna nánari leiðbeiningar um skráningu og notkun á Rafbókasafninu.

Hikið ekki við að hafa samband í síma 411 6100  eða á Facebook Messenger.

Við erum til þjónustu reiðubúin!