Anna Valdís Kro og Dögg Sigmarsdóttir present VV storytelling

VV sögur í sviðsljósinu

Um helgina voru VV sögur í sviðsljósinu á bókasafninu. Sýndar voru upptökur af sögum sem þátttakendur í verkefninu VV-Sögum sköpuðu og fluttu. Sögurnar byggja á látbrigðum, látbragði og persónusköpun sem eru einkennandi fyrir döff menningu. Anna Valdís Kro kynnti verkefnið í Grófinni. Hún hefur ásamt Elsu G. Björnsdóttur staðið fyrir námskeiðum þar sem döff einstaklingar læra mismunandi aðferðir til að semja sína eigin VV sögu og hafa nýtt sér bókasafnið sem vettvang til að kynna bókmenntirnar.

Alls voru 15 sögur sýndar og umræður spunnust í kringum döff menningu og hvort menningarstofnanir búi yfir rýmum sem menningarmiðlunin krefst. Erum við fær um að skapa sjónræna þögn til að hýsa smiðjur? Þola heyrandi þögn á viðburði? Hvernig getum við læra að einbeita okkur að sjónrænni miðlun án þess að hafa hljóð? Í haust verður opið námskeið í VV sögusköpun sem styrkt er af Bókasafnasjóði og býðst áhugasögum að skrá sig á það þegar nær dregur.

Frekari upplýsingar um verkefni VV-Sögur
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 2. september, 2022 14:52