Bergrún Íris með Ferðina til Mars á bókasafninu í Spönginni

Bergrún Íris mælir með bók!

Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari er lesandi vikunnar, en hún sá nýlega um vel heppnaðar ritsmiðjur fyrir 9-12 ára á bókasöfnunum.

 

Ferðin til Mars er ein þeirra bók sem ég vildi óska að ég hefði skrifað sjálf! Um leið og ég sá kápuna, sem Elín Edda teiknaði, vissi ég að mig langaði að lesa bókina og eftir örfáar línur var ljóst að ég myndi ekki leggja hana ókláraða frá mér. Sagan er svo falleg, einlæg og sérstök. Hún er flokkuð sem unglingabók en ungmenni eru lesendahópur sem fleiri þyrftu að skrifa fyrir, úrvalið af íslenskum unglingabókum er ekki mikið ár hvert.

 

Helst myndi ég vilja sjá þessa bók á lista yfir skyldulestur á unglingastigi. Hún gæti tekið við af eldri bókum sem unglingar tengja lítið við í dag, enda hefur samfélagið breyst töluvert síðustu 30 árin. Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson skrifa bókina saman og ég vona að við fáum fleiri bækur frá þessum frábæru pennum.“ 

 

 

UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57
Materials