Dalrún J. Eygerðardóttir mælir með Lífsjátningu Guðmundu Elíasdóttur

Lesandinn | Dalrún J. Eygerðardóttir

Dalrún J. Eygerðardóttir sagnfræðingur kannar stöðu ráðskvenna á Íslandi á síðari hluta síðustu aldar, hún sagði frá rannsóknum sínum í Spönginni á dögunum.

„Það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að mæla með ævisögunni Lífsjátning: Endurminningar Guðmundu Elíasdóttur söngkonu. Guðmunda Elíasdóttir (1920-2015) var óperusöngkona og lífskúnstner par excellence, hérlendis sem og erlendis; kona sem nam og stundaði listir; kona sem losnaði úr erfiðum hjúskapartengslum; kona sem var einstæð móðir; kona sem söng fyrir þjóð sína; kona sem skúraði fyrir börnin sín; kona sem missti röddina; kona sem var „Mamma sem drekkur“; kona sem kenndi söng. Saga Guðmundu er eins og samfella sönglags, því rödd sögumannsins er svo fögur, jafnvel þar sem hún lýsir fjölmörgum erfiðum hlutum lífssögu sinnar. Slík opinberun á misbrestum var óhefðbundin.“

 Ég var stödd í Fríkirkjunni og söng einsöng í tilefni páskanna. Hásir og sorgmæddir tónarnir sem endurgeisluðu sál mína, streymdu yfir þéttsetna bekkina, misstu flugið og hröpuðu dauðvona yfir kirkjugesti.

 Guðmunda Elíasdóttir

 

UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 13:31
Materials