Gildi lestrar fyrir ung börn

Herdís Anna Friðfinnsdóttir ræðir um gildi lestrar

Menningarhús Spönginni, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 14-15

Hvenær á að byrja að kynna börnum lestur? Hvernig kveikjum við áhuga þeirra? Hvaða bækur eru góðar fyrir ung börn? Þessum spurningum og fleiri verður velt upp á fjölskyldustund í Spönginni, þar sem foreldrar hittast og hafa litlu börnin með.

Herdís Anna Friðfinnsdóttir er lestrarfræðingur og gegnir starfi barnabókavarðar á Borgarbókasafninu Spönginni.

Allir velkomnir!

Föstudagur 10. nóvember 2017