Bára Bjarnadóttir myndlistakona og lesandi vikunnar
Bára Bjarnadóttir myndlistakona og lesandi vikunnar

Lesandinn | Bára Bjarnadóttir

Bára Bjarnadóttir myndlistarkona er lesandi þessarar viku, en hún sá um spennandi spæjarasmiðju í Spönginni á dögunum, ásamt Völu Jónsdóttur.

„Ég valdi Fræ sem frjóvga myrkrið eftir Evu Rún Snorradóttur. Þótt ég sé tiltölulega nýbúin að eignast þessa bók er hún orðin ein af mínum allra uppáhalds ljóðabókum.

Ljóðin nálgast upplifanir og sambönd kvenna af svo mikilli næmni, þau virkilega snertu við mér. 27 ára konan sem ég er í dag tengir við bókina, en hún talar líka til 14 ára táningsstelpunnar sem ég var.

Ég mæli sérstaklega með ljóðinu Vinátta kvenna, ekki aðeins er þar mikinn sannleik að finna heldur er líka gaman að ræða það við kærar vinkonur.“

Fræ sem frjóvga myrkrið er þriðja ljóðabók Evu Rúnar, þær má allar finna hér fyrir neðan.

UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 12:55
Materials