Tónlistarmaðurinn Mikael Lind er lesandi vikunnar
Tónlistarmaðurinn Mikael Lind er lesandi vikunnar

Lesandinn | Mikael Lind

Lesandi vikunnar að þessu sinni er hinn sænski Mikael Lind sem hefur verið búsettur hér á landi í fjölda ára. Mikael er tónlistarmaður og vinnur einnig við tónlistar- og sænskukennslu. Mikael mælir með bókinni The Sane Society eftir Erich Fromm.

"Erich Fromm er sálfræðingur sem mér finnst hafa fengið aukið gildi aftur í ljósi loftslagsumræða. Fromm kemur úr Freud skólanum en varð seinna meir gagnrýninn á Freud og einnig á þá vinstristefnu sem var ríkjandi í heiminum þegar bókin hans The Sane Society kom út 1955. Hann taldi réttilega vinstrimenn á þeim tíma ekki virða persónulegt frelsi í nógu miku mæli, sérstaklega í Sovétríkjunum auðvitað. Á sama tíma gagnrýndi hann harðlega neysluhyggju vesturlanda og sagði meðal annars ofurtrú á að hlutir geti veitt okkur hamingju vera firrt. Ef þú skilgreinir þig einungis í gegnum hlutina sem þú átt, hvað ertu þá ef þú missir þessa hluti? Í kreppunni á Íslandi þurftum við að finna ný gildi í lífinu og það sama mun hugsanlega gerast í kjölfarið af Corona. Það er líka orðið frekar ljóst að of mikil neysla er að setja jörðina á hliðina. Bókin hans Fromm á enn erindi við okkur í dag og ég hugsa að ég muni sjálfur lesa hana aftur fljótlega þar sem það eru komin rúmlega 10 ár síðan ég las hana fyrst."

The Sane Society er til á Rafbókasafninu - sem við mælum sérstaklega að fólk kynni sér nánar!

UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 13:36
Materials