Lesandinn | Johanna Van Schalkwyk

Johanna Van Schalkwyk er lesandi vikunnar og hún sendir okkur kveðjur að heiman. Hún er að lesa bókina Difficult Women - A history of feminism in 11 fights eftir Helen Lewis. Johanna er tíður gestur á Borgarbókasafninu og hún stýrir einnig leshring Ós Pressunnar sem hittist reglulega á bókasafninu í Gerðubergi. Um bókina segir hún: 

„Ég las nýlega grein sem Helen Lewis skrifaði um ástæðuna fyrir því að hún skrifaði þessi bók. Hún sagði að við viljum alltof oft skilgreina fólk sem eitt eða annað: heimskt eða klárt, hetju eða skúrk, og fyrir konur sérstaklega, góðar eða vondar. Og góð kona er oftast sú kona sem gerir ekki mikið mál úr einu eða neinu og hagar sér 'almennilega', sem þýðir að hún gerir helst það sem henni er sagt að gera og sem samfélagið krefjast af henni, hvort sem það er gott fyrir hana eða ekki. 

En raunveruleikinn er svo að fólk, og þar með talið helmingur af mannkyninu sem eru skilgreindar sem konur, er miklu flóknara en einhver 'binary' skilgreining. Erfiðar og flóknar konur  (sem sumar myndu ekki einu sinni vera skilgreindar sem femínisti af sumum femínistum í dag), eru heldur betur búin að afreka mikið og hafa komið miklum samfélagsbreytingum af stað sem við upplifum sem sjálfsagðar í dag."

Bókin Difficult Women er rétt ókomin á safnið til okkar og verður komin þegar safnið opnar aftur eftir lokun. Við tókum saman spennandi bækur um kvenréttindi, jafnrétti og femínisma. 

 

UppfærtMánudagur, 16. október, 2023 16:09
Materials