Margrét Ósk og Mýrin

Lesandinn | Margrét Ósk Einarsdóttir

Margrét Ósk Einarsdóttir er lesandi vikunnar! Hún er leikmaður meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Fjölni í Grafarvogi og er jafnframt þjálfari yngri flokka hjá deildinni. Hún ásamt öðru afreksfólki í Fjölni tekur þátt í sumarlestrarátaki félagsins. 

Arnaldur Indriðason er í uppáhaldi hjá henni og hefur hún lesið margar bækur eftir hann. Mýrin stendur þó upp úr að sögn Margrétar, „ábyggilega því að það er fyrsta bókin sem ég las eftir hann. Hann er með skemmtilegar og spennandi glæpasögur sem ég mæli hiklaust með“. 

Þriðjudagur 23. júlí 2019
Materials