Stjörnu-Sævar mælir með
Stjörnu-Sævar mælir með

Lesandinn | Sævar Helgi Bragason (Stjörnu Sævar)

Sævar Helgi Bragason, stundum betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, heimsótti Borgarbókasafnið í Kringlunni í tilefni af bókasafnsdeginum þann 7. september og fræddi okkur um himingeiminn. Þema dagsins í ár var Lestur er bestur - fyrir vísindin! 

Hvað sjást margar stjörnur á himninum? Gæti verið líf á öðrum hnöttum? Hvað eru svarthol? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum verður (kannski) svarað. Við skoðum stjörnuhiminninn fyrir ofan okkur, finnum út af hverju tunglið er stundum fullt, stundum hálft og stundum nýtt og skoðum loftsteina frá tunglinu og Mars. Alheimurinn allur er undir svo þetta verður ekkert nema líf og fjör! 

En í leiðinni báðum við hann auðvitað að nefna nokkrar uppáhaldsbækur.  Í sérstöku uppáhaldi var bókin Reikistjörnurnar - sem hann lá í nótt sem nýtan dag. Einnig nefndi hann Vísindabækur Villa, bókina Jöklar - og að sjálfsögðu Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna!  

Við þökkum Sævari fyrir komuna – og bækurnar má sjá hér fyrir neðan!

Miðvikudagur 12. september 2018
Materials