Allt um sýningarhaldið

Langar þig að setja upp sýningu í Borgarbókasafninu?

Í menningarhúsum okkar er boðið upp á alls konar sýningar. Við vinnum jafnt með einstaklingum og hópum ýmiss konar, innlendum sem erlendum. Í gegnum tíðina höfum við sýnt allt milli himins og jarðar; málverk, gler, leir, ljósmyndir, myndasögur, textíl og þannig mætti lengi telja. Frítt er inn á allar sýningar og oft bjóðum við upp á viðburði, námskeið og smiðjur í tengslum við sýningarhaldið. Sýningarteymi Borgarbókasafnsins tekur fyrir og svarar öllum umsóknum sem berast. Sýningarteymið áskilur sér rétt til að velja inn þær sýningar sem falla að markmiðum og áherslum starfseminnar hverju sinni.

Sýningarrýmin eru jafnólík og þau eru mörg en hér að neðan má sjá yfirlit yfir þau rými sem eru í boði. Sýnendur fá aðstoð við kynningu en koma sjálfir að upphengingu og útfærslu sýninganna í nánu samráði við starfsfólk safnanna.

Yfirlit yfir sýningaraðstöðu í menningarhúsum okkar:

GERÐUBERG

Stekkur
Sýningarrými í anddyri á neðri hæð Gerðubergs. Hentar vel fyrir ýmiss konar sýningar sem þurfa gott veggpláss.
Einnig er hægt að stilla út á stöplum á völdum stöðum í rýminu.

Sýningaraðstaða í Gerðubergi

SPÖNGIN

Sjónarhóll
Sýningarsalur sem er staðsettur á jarðhæð, innan við unglingadeildina.
Gjarnan eru verk einnig hengd á veggi utan við salinn og vísa þannig veginn inn í rýmið.

Stærð: Um 43 m2. Gólfflötur: 720x600 cm. Lofthæð: 265cm. Upphengirennur eru á veggjum við loft.

Sýningaraðstaða í Spönginni

GRÓFIN

Bókatorgið
Rými á jarðhæð sem að öllu jöfnu er notað fyrir útstillingar á safnkosti. Öðru hverju nýtum við þó torgið fyrir uppákomur og sýningar.
Stærð: 64 m2

Hringurinn
Lítið hringlaga rými á milli barnadeildar og unglingadeildar á 2. hæð í safninu. 
Í þessu rými setjum við gjarnan upp myndasögusýningar og einnig smærri sýningar sem höfða til barna eða unglinga.
Verkin eru hengd á vír sem strengdur er í loftið innan hringsins.

Ljóðahornið
Lítið óhefðbundið sýningarrými á 5. hæð safnsins, þar sem við setjum gjarnan upp sýningar með „ljóðrænni“ tengingu.
Stærð: 19 m2

Sýningaraðstaða í Grófinni

ÁRBÆR

Í Árbæ er einkum lögð áhersla á að sýna verk eftir listamenn sem annað hvort búa í Árbæ eða hafa skýra tengingu við hverfið. Þar eru tveir veggir sem hægt er sýna á.

Veggurinn í Árbæ
Sá stærri / Stærð: Hæð 310 cm / Breidd 510 cm
Sá minni / Stærð: Hæð 280 cm / Breidd 371 cm

Sýningaraðstaða í Árbæ

KRINGLAN

Í Kringlunni setjum við upp sýningar af ýmsu tagi þrátt fyrir að ekki sé um hefðbundið sýningarrými að ræða. Sýnendur þurfa því að vinna verk sín inn í rýmið í samvinnu við deildarstjóra.

Sýningaraðstða í Kringlunni

SÓLHEIMAR

Í Sólheimum setjum við gjarnan upp örsýningar, t.d. á listaverkum barna. Ekki er um eiginlegt sýningarrými að ræða.

Viltu spyrjast frekar fyrir um sýningarhald Borgarbókasafnsins? 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar
syningar@borgarbokasafn.is