Sýningar á Borgarbókasafninu

Í menningarhúsum okkar er boðið upp á alls konar sýningar. Við vinnum jafnt með einstaklingum og hópum ýmiss konar, innlendum sem erlendum. Í gegnum tíðina höfum við sýnt allt milli himins og jarðar; málverk, gler, leir, ljósmyndir, myndasögur, textíl og þannig mætti lengi telja. Frítt er inn á allar sýningar og oft bjóðum við upp á viðburði, námskeið og smiðjur í tengslum við sýningarhaldið.

GERÐUBERG

Sýningaraðstaða í Gerðubergi

SPÖNGIN

Sýningaraðstaða í Spönginni

GRÓFIN

Sýningaraðstaða í Grófinni

ÁRBÆR

Sýningaraðstaða í Árbæ

KRINGLAN

Sýningaraðstða í Kringlunni

Langar þig að fylgjast betur með?
-  Skráðu þig sem áskrifanda að Fréttabréfi Borgarbókasafnsins
-  Fylgdu okkur á Facebook síðunni okkar
-  Fylgstu með okkur á Instagram síðunni okkar

Upplýsingar til listamanna og samstarfsaðila

Við hvetjum listamenn og samstarfsaðila, jafnt lærða sem leika, til að leggja inn umsóknir hjá sýningarnefnd safnsins sem fer yfir og svarar öllum umsóknum. Sýningarnefnd áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær.

Hægt er að senda okkur umsókn í gegnum vefinn eða senda umsóknir í PDF formi á netfangið syningar@borgarbokasafn.is  

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | s. 411 6115