• Bók

Stravaganza : grímuborgin.

Lucien liggur mikið veikur á sjúkrahúsi í London þegar pabbi hans færir honum skrautlega bók frá Feneyjum til að stytta honum stundir. En bókin gerir miklu meira en það. Með hjálp hennar flyst Lucien fyrirvaralaust til Talíu þar sem dulúðin ræður ríkjum og háttsettir einstaklingar þurfa hjálp til að Bellezza – borgin fljótandi – falli ekki í óvinahendur. En hvernig getur fárveikur strákur úr allt öðrum heimi komið þar að liði? Mary Hoffman er höfundur fjölmargra bóka fyrir börn og unglinga en engin bóka hennar hefur fram til þessa notið jafnmikilla vinsælda og Grímuborgin. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn