• Bók

Karitas án titils.

Karitas Jónsdóttir sýnir snemma að henni er margt til lista lagt. En lífsbaráttan er hörð, systkinin eru sex, og þau verða að standa saman og leggja hart að sér eftir að fyrirvinnan hvarf í sjóinn. Á Akureyri hittir Karitas óvenjulega konu með trönur, og kynni þeirra reynast afdrifarík. Upp frá því tekur líf hennar í auknum mæli að hverfast um tvö máttugustu öfl tilverunnar, listina og ástina. Karitas án titils er dramatísk og áhrifamikil örlagasaga ungrar stúlku í upphafi 20. aldar, saga um drauma og þrár, óvænta hamingju, óbærilega sorg og miklar ástríður. Um leið er af einstöku innsæi og frásagnargleði brugðið upp mynd af lífi og hlutskipti kvenna á öldinni sem leið. Kristín Marja Baldursdóttir sló rækilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Mávahlátur og eftir henni var gerð vinsæl kvikmynd. Kristín Marja er nú einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og sögur hennar koma út víða um heim. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn