• Bók

Minnisbók Mayu.

Maya Vidal lendir í vondum félagsskap á unglingsaldri og sekkur svo djúpt að þegar „verndari“ hennar í glæpaheimum er myrtur eru bæði félagar hans og alríkislögreglan á eftir henni. Maya flýr alla leið til Chiloé-eyja og rifjar þar upp þessi átakamiklu ár, umlukin töfrandi fagurri náttúru og harmrænni sögu chilesku þjóðarinnar. En fortíðin nær í skottið á henni. Undan henni verður ekki komist án uppgjörs. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn